Fyrirspurn
14. liður úr fundargerð SBH frá 8. sept.sl.
Borist hefur kvörtun frá íbúum Glitvalla 29 - 43 með tölvupósti dags. 03.06.2009 vegna frágangs á byggingarsvæði Glitvalla 37, sem notuð er fyrir birgðasvæði fyrir gáma. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.06.2009 lóðarhafa skylt að fjarlægja gámana innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 01.07.2009 til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð gerði 07.07.2009 eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lagt fram bréf Leiknis Ágústssonar og Tinnu Bjarkar Halldórsdóttur lóðarhafa dags. 09.07.2009 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Lagðar fram athugasemdir eftirlitsmanns skipulags- og byggingarsviðs dags. 24.07.2009. Þar sem lóðarhafi hafði upplýst að hann muni ráðast í umbætur á lóðinni frestar Skipulags- og byggingarráð málinu milli funda 11.08.2009. Úrbætur hafa ekki verið gerðar.
Skipulags- og byggingarráð telur eðlilegt að einn gámur geti verið eftir á lóðinni. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir hann, en aðra gáma þ.m.t. gáma í snúningshaus ber að fjarlægja, og gerir Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 1. október 2009, hafi gámarnir utan einn ekki verið fjarlægðir fyrir þann tíma."
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Gísli Ó. Valdimarsson, María Kristín Gylfadóttir.