Skipulags- og byggingarráð telur eðlilegt að einn gámur geti verið eftir á lóðinni. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir hann, en aðra gáma þ.m.t. gáma í snúningshaus ber að fjarlægja, og gerir Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 1. október 2009, hafi gámarnir utan einn ekki verið fjarlægðir fyrir þann tíma."