Glitvellir 37, frágangur á lóð
Glitvellir 37
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 233
8. september, 2009
Annað
‹ 13
14
Fyrirspurn
Borist hefur kvörtun frá íbúum Glitvalla 29 - 43 með tölvupósti dags. 03.06.2009 vegna frágangs á byggingarsvæði Glitvalla 37, sem notuð er fyrir birgðasvæði fyrir gáma. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.06.2009 lóðarhafa skylt að fjarlægja gámana innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 37/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu 01.07.2009 til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð gerði 07.07.2009 eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lagt fram bréf Leiknis Ágústssonar og Tinnu Bjarkar Halldórsdóttur lóðarhafa dags. 09.07.2009 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Lagðar fram athugasemdir eftirlitsmanns skipulags- og byggingarsviðs dags. 24.07.2009. Þar sem lóðarhafi hafði upplýst að hann muni ráðast í umbætur á lóðinni frestar Skipulags- og byggingarráð málinu milli funda 11.08.2009. Úrbætur hafa ekki verið gerðar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð telur eðlilegt að einn gámur geti verið eftir á lóðinni. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir hann, en aðra gáma þ.m.t. gáma í snúningshaus ber að fjarlægja, og gerir Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 1. október 2009, hafi gámarnir utan einn ekki verið fjarlægðir fyrir þann tíma."

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204354 → skrá.is
Hnitnúmer: 10085267