Skipalón 23, frágangur á byggingarstað
Skipalón 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 363
8. júní, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju bréf Páls Jónssonar f.h. húseigendafélagsins að Skipalóni 27, þar sem kvartað er yfir frágangi á lóðinni. Samþykktar voru dagsektir á lóðarhafa, Frjálsa fjárfestingabankann 13.08.2009, en þá voru gerðar nokkrar úrbætur á lóðinni. Girðing umhverfis svæðið er nú fallin niður, á lóðinni er óvarinn byggingarkrani og ónýtir gámar ásamt fleiru. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði lóðarhöfum skylt að koma lóðinni í viðunandi horf innan fjögurra vikna. Ekkert hefur gerst í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli til lóðarhafa um að koma lóðinni í viðunandi horf í samræmi við 68.6 grein skipulagsreglugerðar nr. 441/1998. Verði ekki brugðist við erindinu innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á lóðarhafa í samræmi við 2. mgr. 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203307 → skrá.is
Hnitnúmer: 10083602