Fjárhagsáætlun 2009,yfirferð.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1617
30. júní, 2009
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2009 og felur sviðsstjórum og stjórnendum í samráði við ráð viðkomandi sviða að vinna að frekari útfærslu hagræðingar og annarri tillögugerð í samræmi við niðurstöðutölur þessarar samþykktar. Þeirri vinnu skal vera lokið í síðasta lagi 1. september nk."
Svar

 Lúðvík Geirsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Gunnar Svavarsson.   Fyrirliggjandi tillaga var samþykkt samhljóða með 11 atkv.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu að svohljóðandi bókun: "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna samþykkja framlagða tillögu um 511 milljón króna hagræðingu í rekstri bæjarfélagsins en benda jafnframt á að niðurskurðurinn sé alls ekki nægur. Nú þegar eru fyrirsjáanlegar hækkanir  á tryggingagjaldi, aukin útgjöld í félagsþjónustunni og til æskulýðsmála sem nemur 257 milljónum króna.  Grípa hefði þurft til enn frekari aðhaldsaðgerða strax við upphaflega afgreiðslu fjárhagsáætlunar til þess að ná endum saman auk þess sem ljóst er að við blasir enn þyngri rekstur og auknar afborganir lána á næsta ári. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna benda á að tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun er lítt útfærð og því óljóst hvaða rekstrarþætti eða þjónustu eigi að skera niður og áskilja sér því fullan rétt á að taka afstöðu til einstakra tillagna um niðurskurð og hagræðingar sem settar verða fram á næstu vikum og mánuðum í ráðum og nefndum bæjarins. Bent var á við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 7. janúar sl. að í raun þyrfti um 800 milljóna króna aukna hagræðingu miðað við þá fjárhagsáætlun sem samþykkt var." Haraldur Þór Ólason     sign. Rósa Guðbjartsdóttir     sign. Almar Grímsson       sign Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir     sign. Fundarhlé. Lúðvík Geirsson kom að svohljóðandi bókun: "Í tilefni af sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins er full ástæða til kalla eftir frekari tillögum þessara flokka um hagræðingu og niðurskurð, en slíkar tillögur hafa ekki komi fram í þeirri vinnu sem fram hefur farið undanfarnar vikur við endurkoðun fjárhagsáætlunar.  Þvert á móti hefur verið lagst eindregið gegn ákveðnum framkomnum tillögum.   Verulega hefur verið  hagrætt í rekstri bæjarfélagsins á undanförnum mánuðum eins og öllum er ljóst.  Sú hagræðing hefur verið í fullu samræmi við þá fjárhagsáætlun sem samþykkt var með atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.  Bókun bæjarfulltrúa Vinstri grænna er því nokkuð sérstök með vísan til þeirrar afgreiðslu og bókunar fulltrúa flokksins við samþykkt fjárhagsáætlunar ársins 2009 í byrjun janúar sl.   Bæjarfulltrúar Samfylkingar fagna þeirri stefnubreytingu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að taka nú virkan þátt í gerð fjárhagsáætlunar og vænta þess að gott samstarf geti náðst í ráðum bæjarins og bæjarstjórn um frekari endurskoðun fjárhagsáætlunar.  Samfylkingin mun ekki frekar en hingað til víkja sér undan ábyrgð í þeirri vinnu."   Lúðvík Geirsson Ellý Erlingsd óttir Guðm. Rúnar Árnason Margrét Gauja Magnúsdóttir Helena Jóhannsdóttir Gunnar Svavarsson Gísli Ó. Valdimarsson