Fimleikafélag Hafnarfjarðar í Kaplakrika, rekstrarsamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3239
24. september, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekinn fyrir að nýju viðaukasamningur við fyrirliggjandi rekstrarsamning. Jafnframt eftirfarandi tillaga formanns bæjarráðs sem frestað var á síðasta fundi:
Bæjarráð staðfestir viðaukasamninginn, með gildistöku frá 1. september. Við endurskoðun á heildarsamningi frá 30.04.2002 á milli Hafnarfjarðarbæjar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar um rekstur Íþróttamiðstöðvar FH í Kaplakrika skal fara fram endanlegt uppgjör á viðaukasamningnum, með tilliti til þess hvenær einstakir hlutar þeirra nýframkvæmda sem um ræðir verða teknir í gagnið.
Svar

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu formanns bæjarráðs.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði leggja áherslu á að við komandi fjárhagsáætlunargerð verði grundvöllur og þörf þessa viðaukasamnings endurmetin í ljósi fjárhagslegrar stöðu bæjarfélagsins. Líkt og á við um aðra rekstrarþætti í sveitarfélaginu.