Fyrirspurn
Borist hefur tölvupóstur frá Stefáni Hjaltalín f.h. húsfélagsins að Kríuási 47 dags. 10.06.2009, þar sem óskað er eftir að byggingarfulltrúi krefji byggingarstjóra um lokaúttekt á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 24.06.2009 til byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um aðgerðir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.07.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu:
"Skipulags- og byggingarráð beinir því til byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um aðgerðir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum."