Sumarleyfi bæjarstjórnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1617
30. júní, 2009
Annað
‹ 8
9
Svar

Lúðvík Geirsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar 2009 stendur í júlí og ágúst, með vísan til 65. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar." Lúðvík Geirsson (sign)   Tillagan var samþykkt samhljóða með 11 atkv.   Forseti óskaði bæjarfulltrúum ánægjulegs sumarleyfis.   Almar Grímsson tók til máls og óskaði forseta og fjölskyldu hennar ánægjulegs sumarleyfis.