Gjaldskrár á fræðslusviði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1655
23. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð FRÆH frá 14.mars sl. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fyrir skólaárið 2011 - 2012. Lögð fram eftirfarandi tillaga til bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar vegna skólaársins 2011-2012 Tónlistarskóli Gjald nú Gjald verði Hækkun Grunn- og miðnám 1/1 + 1/2 hljóðfæranám (lært á tvö hljóðfæri) 100.000 120.000 20,00% 1/1 hljóðfæranám 70.000 84.000 20,00% 1/2 hljóðfæranám 44.000 52.800 20,00% Framhaldsnám 1/1 píanó- og gítarnám 78.600 94.320 20,00% 1/2 píanó- og gítarnám 47.200 56.640 20,00% Framhaldsnám með undirleik 1/1 hljóðfæranám 90.000 108.000 20,00% 1/2 hljóðfæranám 65.000 78.000 20,00% Söngnám 1/1 söngnám með undirleik og samsöngstíma 105.000 126.000 20,00% 1/2 söngnám með undirleik og samsöngstíma 63.000 75.600 20,00% 1/1 söngnám án undirleiks og samsöngstíma 79.000 94.800 20,00% 1/2 söngnám án undirleiks og samsöngstíma 47.500 57.000 20,00% Forskóli 34.500 41.400 20,00% Hljóðfæraleiga 7.900 9.480 20,00% “. Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans. "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins, en gjaldskrárbreytingar í Tónlistarskóla eru liður í framkvæmd þeirrar fjárhagsáætlunar sem meirihlutinn í bæjarstjórn stendur að."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Kristinn Andersen, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Kristinn Andersen svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri tók til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að örstuttri athugasemd, Valdimar Svavarsson kom að andsvari við upphaflegri ræðu bæjarstjóra, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari Valdimars Svavarssonar, Valdimar Svavarsson veitti andsvar öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson tók máls, Kristinn Andersen veitti andsvar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvar, Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við upphaflegri ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson tók því næst til máls, Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari, Geir Jónsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók síðan til máls.   Gert var stutt fundarhlé, að því loknu var gengið til afgreiðslu.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum gegn 5.   Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflfokksins leggja fram eftirfarandi bókun: Ekki liggja fyrir forsendur fyrir fyrirhugaðri hækkun gjalda við Tónlistarskólann og undirbúningur málsins var unninn án aðkomu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ekki liggur heldur fyrir greining á ástæðum umframkeyrslu á fræðslusviði, um allt að 700 milljónir króna á sl. ári. Valdimar Svavarsson Rósa Guðbjartsdóttir Kristinn Andersen Geir Jónsson Helga Ingólfsdóttir   Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:  Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 var viðhaft víðtækt samráð sem leitt var áfram af oddvitum Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Sú gjaldskrártillaga á fræðslusviði sem hér um ræðir er hluti af framkvæmd þeirrar fjárhagsáætlunar og því merkilegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokks segi sig frá þeirri vinnu með andstöðu sinni við afgreiðslu tillögunnar. Guðmundur Rúnar Árnason Margrét Gauja Magnúsdóttir Gunnar Axel Axelsson Éyjólfur Sæmundsson Sigríður Björk Jónsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir