Fyrirspurn
12. liður úr fundargerð BÆJH frá 24. sept.sl.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir framgangi kaupa GN-eigna ehf á eigum Nýsis.
Í samræmi við bókun bæjarráðs frá 9. júlí 2009 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela stjórn GN eigna ehf. að ganga frá og undirrita kaupsamninga, lánasamninga og tryggingabréf vegna kaupa félagsins á eignunum Lækjarskóla, íþróttahúsi Lækjarskóla, Íþróttamiðstöin Björk og leikskólanum Álfasteini samtals að fjárhæð 3,8 milljarð króna með veðheimild í eignunum.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita sjálfskuldaábyrgð Hafnarfjarðarkaupstaðar á lánasamninga NBI hf. (Landsbanka Íslands) vegna kaupa á eignunum Lækjarskóla, íþróttahúsi Lækjarskóla, Íþróttamiðstöðin Björk og leikskólanum Álfasteini samtals 3,8 milljarðar króna.
Samþykkt er að veita Lúðvíki Geirssyni, kt. 210459-3839 , fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita ofangreindra lánasamninga vegna sjálfskuldaábyrgða.