Fyrirspurn
Athygli er vakin á því að síðasta úttekt er á þakvirki þann 27.10.2011. Ekki hefur verið sótt um fokheldisúttekt þrátt fyrir að húsið virðist vera orðið fokhelt og jafnvel búið að taka það í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.02.14 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt, og benti jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.