Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1657
20. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð SBH frá 12.apríl sl. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerði áður grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41 og fundi með íbúum umhverfis vitann 08.04.2010. Áður lögð fram athugun skipulags- og byggingarsviðs á nýtingarmöguleikum Hverfisgötu 41. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem athugasemd er gerð við auglýsingu skipulagsins. "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49 verði auglýstur samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. "
Svar

Annar varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn.   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.   Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.