Fyrirspurn
15.liður úr fundargerð SBH frá 17.nóv. sl.
Á lóðinni Norðurhella 19 eru tveir gámar sem ekki er stöðuleyfi fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.08.2009 lóðarhafa skylt að sækja um stöðuleyfi fyrir gámana innan tveggja vikna í samræmi við grein 71.2 í byggingarreglugerð eða fjarlægja þá að öðrum kosti. Yrði ekki brugðist við þessu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs, sem bókaði eftirfarandi 20.10.2009:
"Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að sækja um stöðuleyfi fyrir gámana innan tveggja vikna í samræmi við grein 71.2 í byggingarreglugerð eða fjarlægja þá að öðrum kosti. Verði ekki brugðist við þessu mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á lóðarhafa verði kr. 20.000/dag og verði innheimtar frá og með 1. janúar 2010, hafi gámarnir ekki verið fjarlægðir fyrir þann tíma."