Furuvellir 3 og 5, lóðarmörk
Furuvellir 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 239
1. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Björg Gunnarsdóttir Furuvöllum 5 gerir með bréfi dags. 15.08.2009 athugasemd við opna geymslu á lóðamörkum, sem reist hefur verið án leyfis. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði á sínum tíma athugasemd við skúr sem reistur var án leyfis á lóðinni utan byggingarreits. Ítrekun barst 12.11.2009. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 19.08.2009 eiganda Furuvalla 3 skylt að fjarlægja hin ólögmætu mannvirki, sem eru brot á 11. og 67. greinum byggingarreglugerðar. Yrði ekki brugðist við þessu innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.11.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda Furuvalla 3 skylt að fjarlægja hin ólögmætu mannvirki, sem eru brot á 11. og 67. greinum byggingarreglugerðar. Verði ekki brugðist við þessu innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda Furuvalla 3 skylt að fjarlægja hin ólögmætu mannvirki, sem eru brot á 11. og 67. greinum byggingarreglugerðar. Verði ekki brugðist við þessu innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 195142 → skrá.is
Hnitnúmer: 10071204