Leiguhúsnæði og húsaleigubætur, reglur um úthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1717
22. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð FJÖH frá 19.des. sl. Kynntar tillögur að breytingum á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur. Soffía Ólafsdóttir og Guðríður Guðmundsdóttir Félagsþjónustu mættu til fundarins. Fjölskylduráð samþykkir breytingar á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur til samræmis við lagaákvæði 3.mgr. 10.gr.laga um húsaleigubætur frá 1997. Og fellir þá úr gildi bókun fjölskylduráðs frá 2.mars 2011.
Fjölskylduráð vísar reglum þessum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls, Geir Jónsson kom að andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi reglur með 11 samhljóða atkvæðum.