Fyrirspurn
18. liður úr fundargerð SBH frá 3.nóv. sl.
Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 15.3.2007 og fullbúið 15.8.2007. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.09.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Upplýsingar hafa ekki borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggignarráðs, sem gerði 06.10.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á húseiganda og byggingarstjóra verði kr. 20.000/dag á hvorn þeirra, og verði innheimtar frá og með 1. desember 2009, hafi upplýsingar ekki borist fyrir þann tíma."
Þar sem um er að ræða brot á 48. grein byggingarreglugerðar samþykkir skipulags- og byggingarráð jafnframt að byggingarstjóra verði veitt áminning við ítrekað brot í samræmi við 59. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.