Steinhella 3, byggingarstig og notkun
Steinhella 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 398
22. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið sem er á iðnaðarsvæði enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 15.3.2007 og fullgert hús 15.8.2007. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra/eigendum skylt 17.11.10 að ljúka fokheldi innan þriggja vikna. Málinu var frestað 01.05.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: "Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra".

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 189892 → skrá.is
Hnitnúmer: 10083927