Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 7. október 2008 og fullbúið 7. apríl 2009. Skipulags- og byggingarráð gerði 14.12.10 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið og sækja á ný um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar
Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar bókun skipulags- og byggingarráðs. Verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimildir í mannvirkjalögum nr. 160/2010.