Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar álögðum dagsektum. Þrotabúinu SÆ 14 ehf ber að rýma alla starfsemi úr húsinu eða að öðrum kosti að skila inn leiðréttum uppdráttum þannig að fokheldisúttekt geti farið fram. Þá er það skylda þrotabúsins og fasteignasala að gera kaupanda grein fyrir því að húsið sé ekki byggt samkvæmt teikningum og sé ekki á fokheldisstigi, en skipulags- og byggingarfulltrúi mun krefja nýja eigendur um aðgerðir í samræmi við lög og reglugerðir ef taka á húsið í notkun.