Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1626
15. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð BÆJH frá 14.des.sl. Framhald umræðu. Fjármálastjóri og hafnarstjóri mættu til fundarins. Farið yfir áætlun hafnarinnar og fjármálastjóri fór yfir fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2010 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2011-2013. Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun 2011- 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, tók til máls. Lagði hann fram greinargerð með fjárhagsáætluninni fyrir árið 2010 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2011-2013. Þá tók til máls Haraldur Þór Ólason, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.       Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum tillögu um að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013 verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn að viku liðinni, þriðjudaginn 22. desember.