Tekið til umræðu. Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska formlega eftir því að fá yfirlit yfir laun þeirra 40-50 starfsmanna (nafnlaust) sem ætlunin er að minnka við fastar yfirvinnustundir og akstursgreiðslur í hagræðingarskyni. Í ljósi þess að þessar upplýsingar lágu ekki fyrir á síðasta fundi bæjarráðs, 27. nóvember, er óskað eftir þeim sem allra fyrst, eða fyrir bæjarstjórnarfundinn 8. des. Einnig er óskað eftir útreikningum á því hvaða áhrif hagræðingin hefur á laun hvers og eins Hvernig verður tryggt að kjaraskerðing tiltekins hóps starfsmanna, sem yfirvinnustundir og akstursgreiðslur hafa þegar verið minnkaðar hjá, fari ekki framyfir sanngjörn viðmið. B Bæjarstjóri bókar eftirfarandi: S Starfsmannastjóri mun mæta á næsta fund bæjarráðs varðandi þetta mál.