Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3245
3. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Yfirferð fjárhagsáætlunar stjórnsýslu og fjármálasviðs.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins send í tölvupósti 1. 12. 2009: Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir skriflegum svörum við eftirfarandi: 1) Hve mikla fjármuni er nauðsynlegt að skera niður í rekstri bæjarins fyrir árið 2010 til að endar nái saman?
2) Hver eru áform meirihluta Samfylkingarinnar um niðurskurð fyrir árið 2010. Óskað er eftir sundurliðun upphæða eftir mismunandi sviðum.
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi svar við framkominni fyrirspurn:
1) Hve mikla fjármuni er nauðsynlegt að skera niður í rekstri bæjarins fyrir árið 2010 til að endar nái saman? Á fundi bæjarráðs þann 10. september sl. gerði fjármálastjóri grein fyrir grunnforsendum fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2010. Jafnframt var samþykkt að oddvitar flokkanna ásamt formanni bæjarráðs yfirfæru þær forsendur með fjármálastjóra. Í þeim útreikningum er ma. miðað við að útsvarstekjur lækki um allt að 5% á komandi ári til viðbótar þeirri lækkun sem orðið hefur á þessu ári og heildarsamdráttur tekna verði um 8-9% miðað við óbreyttrar aðstæður og óbreytt atvinnustig. Þó nokkur óvissa ríkir enn varðandi tekjuramma sveitarfélaga m.a. hver áhrif skattkerfisbreytinga sem alþingi er með til umfjöllunar og afgreiðslu munu hafa á fjárhag sveitarfélaganna, en þau mál munu væntanlega skýrast nánar við síðari umræðu fjárlaga sem er áætluð 10. desember n.k.
2) Hver eru áform meirihluta Samfylkingarinnar um niðurskurð fyrir árið 2010. Óskað er eftir sundurliðun upphæða eftir mismunandi sviðum. Tillögur um útfærslu á rekstri einstakra málaflokka eru búnar að vera í vinnslu á hverju málasvið fyrir sig undanfarnar vikur. Á stærstu málasviðum, félags- og fræðslumála hafa fulltrúar bæjarstjórnarflokkanna verið með í þessari grunnvinnu embættismanna. Þá hafa eða verða á næstu dögum tillögur málasviða teknar til umfjöllunar og yfirferðar á vinnufundum hjá viðkomandi ráðum og nefndum líkt og venja er afgreiddar þaðan með formlegum hætti til yfirferðar hjá bæjarráði. Í samræmi við samþykktir bæjarfélagsins afgreiðir bæjarráð síðan endanlegar tillögur að fjárhagsáætlun komandi árs og langtímaáætlun til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Þegar hafa verið kynntar og afgreiddar ákveðnar tillögur í bæjarráði varðandi almenn launaútgjöld bæjarfélagsins auk þess sem bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkti á sl. sumri fjölþættar hagræðingartillögur við endurskoðun fjárhagsáætlunar sem komið hafa til framkvæmda nú í haust og koma af fullum leyti fram við lækkun rekstrarútgjalda á nýju fjárhagsári. Heildaryfirlit yfir rekstarþætti og hagræðingu á komandi ári munu birtast bæjarráði þegar tillögum einstakra ráða hefur verið vísað þangað með formlegum hætti og verða þá teknar til yfirferðar og afgreiðslu á sérstökum vinnufundum í næstu viku.
Svar

Tekið til umræðu.          Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska formlega eftir því að fá yfirlit yfir laun þeirra 40-50 starfsmanna (nafnlaust) sem ætlunin er að minnka við fastar yfirvinnustundir og akstursgreiðslur í hagræðingarskyni. Í ljósi þess að þessar upplýsingar lágu ekki fyrir á síðasta fundi bæjarráðs, 27. nóvember, er óskað eftir þeim sem allra fyrst, eða fyrir bæjarstjórnarfundinn 8. des.      Einnig er óskað eftir útreikningum á því hvaða áhrif hagræðingin hefur á laun hvers og eins      Hvernig  verður  tryggt að kjaraskerðing tiltekins hóps starfsmanna,  sem yfirvinnustundir og akstursgreiðslur  hafa þegar verið minnkaðar hjá, fari ekki framyfir  sanngjörn  viðmið. B   Bæjarstjóri bókar eftirfarandi: S   Starfsmannastjóri mun mæta á næsta fund bæjarráðs varðandi þetta mál.