Fyrirspurn
7. liður úr fundargerð SBH frá 8. sept. sl.
Tekin til umræðu breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar lóð St. Jósefsspítala innan deiliskipulagssvæðis Suðurgata - Hamarsbraut. Lagt er til að landnotkun á lóðunum suðurgata 42 - 44 verði breytt úr stofnanasvæði í blandaða byggð íbúðarsvæða og stofnanasvæða.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 í samræmi við erindið.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi lóð St. Jósefsspítala Suðurgata 42 - 44."
Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.