Aðalskipulag Suðurgata - Hamarsbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 234
22. september, 2009
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar lóð St. Jósepsspítala innan deiliskipulagssvæðis Suðurgata - Hamarsbraut, dags. 16.09.2009. Lagt er til að landnotkun á lóðunum suðurgata 42 - 44 verði breyt úr stofnanasvæði í blandaða byggð íbúðarsvæða og stofnanasvæða.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að aðalskipulagstillagan með áorðnum breytingum í texta verði auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að aðalskipulagi Suðurgötu - Hringbrautar dags. 18.09. 2009 verði auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."