Aðalskipulag stígur í Græna Treflinum.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1619
15. september, 2009
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð SBH frá 9. sept. sl. Tekin til umræðu breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í upplandi Hafnarfjarðar.
Skpulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í Upplandi Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 varðandi göngu- og hjólreiðastíg við Kaldárselsveg í Upplandi Hafnarfjarðar."
Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.
Svar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 10 atkvæðum.