Aðalskipulag, Suðurhöfn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1629
27. janúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð SBH frá 19.janúar sl. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 1. október 2009, um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar Suðurhöfn. Tillagan var auglýst 12.11.2009 skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti lauk 28.12.2009. Athugasemd barst. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svari við innkominni athugasemd. Skipulags- og byggingarráð gerir svar skipulags- og byggingarsviðs að sínu, samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnafjarðar 2005 - 2025, Suðurhöfn, dags. 01.10.2009 og að málinu verði lokið skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gunnar Svavarsson vék af fundi kl. 17:56. Í hans stað mætti Ingimar Ingimarsson.   Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Gísli. Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari öðru sinni.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 10 atkvæðum. 1 sat hjá.