Rósa Guðbjartsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að íbúaþinginu verði frestað að sinni og tilnefnir því ekki fulltrúa í starfshópinn og leggur fram eftirfarandi bókun: Í ljósi þröngar fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar telur undirrituð það ekki forgangsverkefni að halda þriggja klukkutíma íbúaþing um skipulagsmál sem fjalla á um rammaskipulag upplandsins og Krýsuvíkur, þróunaráætlun miðbæjarins og hugmyndir hafnarstjórnar að nýrri höfn vestan Straumsvíkur. Ljóst er að mikill niðurskurður er framundan í bæjarfélaginu og því ber bæjaryfirvöldum að velja þau verkefni sem brýnust eru eða nýtast munu sem flestum á komandi mánuðum eða misserum. Áætlaður kostnaður við Íbúaþingið er á bilinu 2-3 milljónir króna og telur undirrituð að fresta beri Íbúaþinginu að sinni og nýta fjármunina til meira aðkallandi verkefna. Gísli Ó. Valdimarsson og Trausti Baldursson fulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun: Í drögum að dagskrá íbúaþings er lögð áhersla á Miðbæinn- skipulag, landnýtingu og umhverfi miðbæjarins, Hafnarfjarðarhöfn- framtíðarhöfn vestan Straumsvíkur, Upplandið og Krýsuvík- rammaskipulag, göngustíga og möguleika til útivistar. Í framangreindu er verið að ræða m.a. um umhverfi og útivist ásamt atvinnumálum. Þessir málaflokkar snerta alla bæjarbúa og er mikilvægt að fjalla um þá í samvinnu við íbúa bæjarins.