Íbúaþing 2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 236
20. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga umhverfisnefndar/Sd 21 frá fundi 30. september s.l. um undirbúning að íbúaþingi. Umhverfisnefnd/sd 21 fer þess á leit við Skipulags-og byggingarráð að hafist verði handa við undirbúning á íbúaþingi með áherslu á rammaskipulag upplandsins, þróunaráætlun miðbæjarins og hugmyndir hafnarstjórnar að nýrri höfn vestan Straumsvíkur. Skipulags- og byggingarráð lagði til á síðasta fundi að stofnaður verði starfshópur með fjórum fulltrúum úr ráðinu og nefndinni til viðbótar við starfandi starfshóp embættismanna. Rósa Guðbjartsdóttir óskaði eftir að áætlanir um útfærslu framkvæmdar og kostnað tengt íbúaþingi liggi fyrir á næsta fundi.
Svar

Samfylkingin tilnefnir Gísla Ó. Valdimarsson sem formann starfshópsins um íbúaþing og Guðfinnu Guðmundsdóttur. Af hálfu Vinstri Grænna er tilnefnd Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.   Rósa Guðbjartsdóttir ítrekar ósk sína um gögn varðandi útfærslu framkvæmdar og kostnað tengdan íbúaþingi liggi fyrir áður en hún tekur endanlega afstöðu til verkefnisins.