Hafnarfjarðarkaupstaður, fjárhagsleg staða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3255
4. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 25. febrúar sl. varðandi athugun á fjármálum Hafnarfjarðarkaupstaðar í framhaldi af skoðun ársreiknings 2008. Einnig lagt fram kostnaðaryfirlit vegna einkaframkvæmdasamninga.
Svar

Bæjarráð samþykkir að málið verði tekið á dagskrá á sama hátt og um afgreiðslumál sé að ræða.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksin og áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í bæjarráði lýsa yfir óánægju með að hafa ekki verið boðaðir með til fundar við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga 4. febrúar sl. ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra. Fulltrúar minnihlutans telja óljóst hvort forsendur fjárhagsáætlunarinnar standist en á þeim byggir eftirlitsnefndin ákvörðun sína. Haraldur Þór Ólason Rósa Guðbjartsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir   Bæjarráðsmenn Samfylkingar vísa til ítarlegri umræðu í bæjarstjórn nk. miðvikudag 10.3.