Steinhella 12, byggingarstig og notkun
Steinhella 12
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 447
13. febrúar, 2013
Annað
Fyrirspurn
Húsið er skráð á byggingarstigi 2, þó svo að það sé nær fullgert. Fokheldisúttekt fór fram 29.05.2012, en var synjað þar sem skilyrði voru ekki uppfyllt. Byggingarstjóri taldi að hægt væri að ljúka við endurtekna fokheldisúttekt í september 2012, en ekkert hefur enn gerst í því máli.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207182 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097584