Steinhella 12, byggingarstig og notkun
Steinhella 12
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 414
20. júní, 2012
Annað
Fyrirspurn
Steinhella 12,er á byggingarstigi 1 en ekki séð annað en að það sé búið að fullbyggja húsið, sem er á iðnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarráð gerði 02.11.10 byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna. Byggingarstjóri hafða samband 24.11.10 og sagði samskipti við eigendur hafa verið erfið. Nýir eigendur skráðir 18.01.12. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207182 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097584