Arnahraun 21 íbúð 0101, ólögleg búseta
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 245
16. febrúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur vitneskja um búsetu í ólöglegri íbúð í geymslu í sameign Arnarhrauns 21, sem auk þess uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 07.10.2009 eiganda geymslunnar skylt að ljúka búsetu þar innan fjögurra vikna og fjarlægja allar breytingar sem eru án byggingarleyfis. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs sem gerði 01.12.2009 eiganda geymslunnar skylt að ljúka búsetu þar innan fjögurra vikna og fjarlægja allar breytingar sem eru án byggingarleyfis. Yrði ekki brugðist við þessu innan þess tíma mundi skipulags- og byggingarráð vísa erindinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að dagsektir kr. 50.000 á dag verði lagðar á eiganda Arnarhrauns 21, íbúð 0101, frá og með 15. mars 2010 verði búsetu ekki lokið fyrir þann tíma og breytingar án leyfis verið fjarlægðar."