Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir umsækjanda ítrekað á að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við grein 71.2 í byggingarreglugerð: "Gámar skulu ekki standa utan skipulagðra gámasvæða eða gámastæða á lóð." Bent er á að stöðuleyfi er gjaldskylt samkvæmt gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar. Verði ekki brugðist við þessu innan 3 vikna gerir skipulags- og byggingarfulltrúi eigendum hússins skylt að fjarlægja gámana, og verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á þá dagsektir skv. 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.