Austurgata 22, Fríkirkjan í Hafnarfirði, fyrirspurn
Austurgata 22
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 263
30. nóvember, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Máts ehf frá 05.11.2009 í framhaldi kynningar á fundi 259. Óskað er eftir að byggja nýtt hús á Austurgötu 22, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar. Áður lagðar fram teikningar frá 30. nóvember 2009, ljósmyndir og tölvumyndir frá fyrirspyrjanda. Áður lagt fram bréf Birnu Guðmundsdóttur f.h. Fríkirkjunnar dags. 20.01.2010. Lögð fram kynning af nýjum hugmyndum, sem sýnd var á síðasta fundi.Tillögurnar ganga m.a. út á nýtt safnaðarheimili að Austurgötu 22, sem verði sambyggt við hótelbyggingu á sömu lóð og við núverandi safnaðarheimili að Linnetstíg 6. Einnig er gert ráð fyrir að færa húsið að Linnetstíg 6 í fyrra útlit með bárujárnsklæðningu. Húsið verði hluti af fyrirhuguðu nýju hóteli á báðum lóðunum. Aðkoma að hótelinu verði frá Linnetstíg. Aðkoma að nýju safnaðarheimili verður frá Austurgötu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að óska eftir frekari útfærslu hugmyndar ekki síst með tilliti til byggðar í kring. Frestað.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120018 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029121