Fyrirspurn
Borist hefur bréf frá íbúum við Skógarás dags. 02.11.2009 þar sem gerð er athugasemd við óþrifnað vegna bátasmíði á lóðinni. Lagðir fram minnispunktar eftirlitsmanns skipulags- og byggingarsviðs. Borist hefur ítrekun með undirskriftum nágranna dags. 25.06.2013 þar sem kvartað er yfir slæmri umgengni á lóðinni tengt þessu. Heilbrigðisfulltrúi gerði húseiganda skylt 16.10.2012 að hætta starfseminni. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26. júní 2013 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur undir kröfu heilbrigðisfulltrúa, enda samræmist starfsemin ekki skilgreiningu svæðisins sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Húseiganda er gert skylt að koma lóðinni í snyrtilegt horf. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.