Hvammar, endurgert deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1636
5. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð SBH frá 29.apríl sl. Tekin fyrir að nýju drög skipulags- og byggingarsviðs að endurgerðu deiliskipulagi fyrir Hvamma. Ekki hefur verið byggt í samræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 1976, breytt 1979, og verður jafnframt að fella það deiliskipulag úr gildi. Lagðar fram athugasemdir sem bárust eftir forstigskynningarfund sem haldinn var 12.04.2010 og ný tillaga dags. 20.04.2010, þar sem brugðist er við athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvamma dags. 20.04.2010 verði auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Gunnar Svavarsson. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.