Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að 6. liður, Álagning sveitarsjóðsgjalda 2010 og 7. liður, Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013, yrðu teknir sameiginlega til umræðu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram breytingartillögu við síðari umræðu vegna fjárhagsáætlunar 2010 og svohljóðandi tillögu um álagningu sveitarsjóðsgjalda fyrir árið 2010:
"Álagning gjalda á árinu 2010
Útsvar 13,28%
Fasteignagjöld:
Fasteignaskattur
Íbúðarhúsnæði - reiknast af heildarfasteignamati 0,24%
Opinberar byggingar - reiknast af heildarfasteignamati 1,32%
Atvinnuhúsnæði - annað húsnæði - reiknast af heildarfasteignamati 1,60%
Hesthús -fasteignaskattur af heildarfasteignamati 0,50%
Lóðarleiga
Íbúðarhúsnæði - reiknast af lóðamati 0,270%
Opinberar byggingar - reiknast af lóðamati 1,000%
Atvinnuhúsnæði - reiknast af lóðamati 1,000%
Lóðarleiga annarra lóða en tilgreindar hér að ofan 0,500%
Vatnsgjald
Reiknast af heildarfasteignamati 0,10%
Aukavatnsgjald 18 kr.á m3
Holræsagjald
Reiknast af heildarfasteignamati 0,136%
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald
Reiknast á hverja íbúðaeiningu 15.700
Reiknast á viðbótar tunnu 7.800
Ýmis þjónustugjöld
Hesthús Hlíðarþúfum 4 hesta hús 51.141
Hesthús Hlíðarþúfum 6 hesta hús 78.163
Bílastæði við Tjarnavelli 2.850
Vatnsgjald og holræsagjald leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2010 eru tíu, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til nóvember og eindagi 30. dögum síðar. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 20.000 kr., er 1. febrúar 2010. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram."
Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson kom að stuttri athugasemd.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram tillögur við seinni umræðu um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2010. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Agústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.
Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu, einnig f.h. Almars Grímssonar og Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, um niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega ásamt reglum þar að lútandi:
"Tillaga um niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega (75% örorka) af eigin íbúð
Einstaklingar Brúttótekjur 2009
100% niðurfelling 2.450.000
75% niðurfelling 2.450.001 2.800.000
50% niðurfelling 2.800.001 3.100.000
25 % niðurfelling 3.100.001 3.350.000
Hjón
100% niðurfelling 0 3.450.000
75% niðurfelling 3.450.001 3.850.000
50% niðurfelling 3.850.001 4.200.000
25 % niðurfelling 4.200.001 4.500.000
Bæjarstjórn samþykkir að niðurfellingin taki einnig til holræsagjalda.
Tekjuviðmiðun eru árstekjur 2009 skv. skattframtali 2010 þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts
og útsvars (reitur 2.7 á skattframtali) og fjármagnstekjum samtals (reitur 3.10 á skattframtali )
Um framkvæmd niðurfellingar af fasteignaskatti og holræsagjöldum gilda nánari reglur sem bæjarstjórn setur hverju sinni.
Reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og vegna andláts maka samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.
Ellilífeyrisþegi þarf að hafa orðið 67 ára, árið fyrir niðurfellingu eða lækkun fasteignaskatts og holræsagjalds.
Öryrkjar þurfa að vera 75% öryrkjar til að fá niðurfellingu eða lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi. Þeir sem eru úrskurðaðir 75% öryrkjar á álagningarári eiga rétt á hlutfallslegri lækkun frá því að örorkumat tók gildi.
Vegna fráfalls maka er felldur niður fasteignaskattur og holræsagjald að 100% hluta, næsta ár eftir andlát maka óháð tekjum. Skilyrði fyrir niðurfellingu er framvísun dánarvottorðs.
Eingöngu er veittur afsláttur af gjöldum af íbúðum sem ellilífeyrisþegar, öryrkjar eða eftirlifandi maki eiga og búa í. Eingöngu er veittur afsláttur af gjöldum af einni íbúð í eigu aðila.
Sé umsækjandi í óvígðri sambúð gilda sömu reglur og um hjón sé að ræða.
Þegar um hjón eða sambúðaraðilar er að ræða nægir að annað hjóna eða sambúðaraðila fullnægi því skilyrði að vera elli- eða örorkulífeyrisþegi.
Verði slit á hjónabandi eða sambúð þeirra einstaklinga sem getið er í 6. gr., þá eiga aðilar máls rétt á öðru hvoru tveggja, frá og með þeim tíma sem lögskilnaður er skráður eða sambúðarslit skráð:
Að njóta óbreytts afsláttar út álagningarárið óski þeir þess
Að vera meðhöndlaðir sem einstaklingar frá og með þeim tíma óski þeir þess, enda geta þeir með fullnægjandi hætti sýnt aðgreindar sértekjur sínar á undan sbr. 8. gr .
Varðandi tekjuviðmiðanir er litið til tekna ársins 2009, þ.e samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7 á skattframtali)og fjármagnstekjum (reitur 3.10 á skattframtali)
Reglur þessar eru settar með heimild í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 5.gr. 4. mgr."
Guðmundur Rúnar Árnason (sign)
Almar Grímsson (sign)
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)
Þá tók til máls Almar Grímsson og lagði fram tillögu, f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, vegna fjárhagsáætlunar 2010. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Almar Grímsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Almar Grímsson svaraði öðru sinni. Gunnar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Almars Grímssonar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram hagræðingartillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokks gagnvart framkvæmdum og skipulagi vegna fjárhagsáætlunar 2010. Lúðvík Geirsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Svavarssonar. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Lúðvík Geirsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.
Tekin fyrir framlögð tillaga um álagningu sveitarsjóðsgjalda fyrir árið 2010. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 8 atkvæðum. 3 sátu hjá.
Tekin fyrir framlögð tillaga um niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega ásamt reglum þar að lútandi. Tillagan ásamt reglum samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Almar Grímsson kom að svohljóðandi bókun:
"Niðurfelling fasteignaskatts
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa að og samþykkja fyrirliggjandi tillögu um afslátt eldri borgara og öryrkja af fasteignagjöldum. Afsláttarkjörin eru rýmkuð og er það spor í rétta átt og í samræmi við áherslur Sjálfstæðisflokksins. "
Haraldur Þór Ólason (sign)
Rósa Guðbjartsdóttir (sign)
Almar Grímsson (sign)