Álagning sveitarsjóðsgjalda 2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 15 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1625
8. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 26.nóv. sl. Lögð fram tillaga að álagningu sveitarsjóðsgjalda bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2010. Fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögunni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að álagning útsvars í Hafnarfjarðarkaupstað fyrir tekjuárið 2010 verði 13,28%." Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu gera grein fyrir afstöðu sinni við afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Haraldur Þór Ólason tók til máls. Lúðvík Geirsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Almar Grímsson tók til máls. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Almar Grímsson kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Almar Grímsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.   Guðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn.   Ellý Erlingsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Ellý Erlingsdóttir svaraði andsvari. Almar Grímsson kom að andsvari við fyrri ræðu Ellýjar Erlingsdóttur. Ellý Erlingsdóttir svaraði andsvari. Almar Grímsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.   Ellý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 8 atkvæðum. 3 sátu hjá.   Haraldur Þór Ólason lagði fram svohljóðandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks: "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins enda væri formlega rétt að taka ákvörðun um álagningu útsvars og annarra sveitasjóðsgjalda samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010." Haraldur Þór Ólason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Almar Grímsson (sign)   Bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson, lagði fram svohljóðandi bókun f.h. Samfylkingar: "Það vekur sérstaka athygli að þegar tekjur bæjarfélagsins líkt og annarra sveitarfélaga í landinu hafa dregist verulega saman og stefnir í það sama á komandi ári, harfa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ákveðið að sitja hjá við tillögu um óbreytta álagningu útsvars." Lúðvík Geirsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Ellý Erlingsdóttir (sign) Guðfinna Guðmundsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Gísli Ó. Valdimarssonar (sign)