Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja hagræðingartillögurnar en benda á að tillögurnar taka einungis til ákveðinna þátta í launum starfsmanna. Óskað er eftir því að á næsta fundi bæjarráðs verði lagðar fram tillögur að hagræðingu í greiðslum til verktaka og útfærsla á því hvernig verja megi önnur störf í bæjarfélaginu eins og lögð hefur verið áhersla á að beri að gera, því ljóst er að fram komnar hagræðingartillögur duga alls ekki til að ná fram því markmiði. Rósa Guðbjartsdóttir (sign.) María Kristín Gylfjadóttir (sign.) Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna bókar eftirfarandi: Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna styður framlagða tillögu um endurskoðun á launasamsetningu og hagræðingartillögu tengda starfsmannamálum. Með tillögunum felst m.a. tækifæri til að endurskoða jafnvel úrelta launasamsetningu, sem taka þarf þá sérstaklega tillit til en leiðir vonandi til enn meira jafnræðis á milli karla og kvenna í launum. Jafnframt er ljóst að hér er um að ræða einn anga af þeirri fjárhagsáætlunarvinnu sem verið er að vinna fyrir öll svið bæjarins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Fulltrúar Samfylkingar bóka eftirfarandi: Framlagðar tillögur um hagræðingu í launaútgjöldum taka mið af þeim áherslum sem lagðar hafa verið í fyrri samþykktum og snerta þennan útgjaldaþátt þar sem horft er til jafnræðis út frá heildarlaunum. Frekari tillögur um hagræðingu almennra rekstrarútgjalda eru til yfirferðar hjá stjórnendum málasviða og vinnuhópum kjörinna fulltrúa og í viðkomandi ráðum og nefndum og verða síðan teknar til endanlegrar yfirferðar í bæjarráði áður en fjárhagsáætlun verður lögð fyrir bæjarstjórn líkt og venja er. Guðmundur Rúnar Árnason (sign.) Ellý Erlingsdóttir (sign.) Gísli Ó. Valdimarsson (sign.)