Krýsuvík deiliskipulag fyrir rannsóknarborholur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1625
8. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð SBH frá 1.des. sl. Lögð fram tillaga VSÓ ráðgjafar f.h. HS-Orku að deiliskipulagi svæðis fyrir rannsóknarborholur í Krýsuvík, dags. 24.11.2009 ásamt tillögu að matslýsingu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir rannsóknarborholur í Krýsuvík dags. 24.11.2009 ásamt tillögu að matslýsingu verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.   Fulltrúi Vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kom að svohljóðandi bókun:   Bæjarfulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrri bókun vegna afgreiðslu sama máls um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 vegna tilraunaborhola í Krýsuvík 27. október 2009. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)