Melabraut 25 frágangur á lóð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 250
27. apríl, 2010
Annað
Fyrirspurn
S.l. vor var sent bréf til húseigenda í iðnaðarhverfinu Hvaleyrarholti þar sem þess var farið á leit að tekið yrði til á lóðum, sótt um leyfi fyrir gáma o.fl. Við skoðun hefur komið í ljós að ekki hefur verið brugðist við þessu að Melabraut 25. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 25.11.2010 húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu, og í ljós hefur komið að umfangsmikil járnahrúga sem að líkindum tilheyrir húsinu hefur verið sett út á götuna. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Sækja ber um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."