Eyrartröð 14, breyting
Eyrartröð 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 243
19. janúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tor-Net ehf sækir um leyfi þann 11.12.2009 að breyta húsinu úr B-húsi í A-Hús, samkvæmt teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 8.12.09. Lagðir fram minnispunktar byggingareftirlitsmanns. Lagt fram bréf Victors Strange f.h. TOR-NETs þar sem óskað er eftir að breyta nýtingarhlutfalli lóðarinnar úr 0,44 í 0,52. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 06.01.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Erindið krefst breytingar á deiliskipulagi, sem umsækjanda er heimilt að vinna skv. 23. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997: "Landeiganda eða framkvæmdaraðila er þó heimilt að gera tillögu til sveitarstjórnar að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað." Skipulags- og byggingarráð samþykkir að berist deiliskipulagstillaga í samræmi við erindið verði hún grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120345 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030790