Erindið krefst breytingar á deiliskipulagi, sem umsækjanda er heimilt að vinna skv. 23. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997: "Landeiganda eða framkvæmdaraðila er þó heimilt að gera tillögu til sveitarstjórnar að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað." Skipulags- og byggingarráð samþykkir að berist deiliskipulagstillaga í samræmi við erindið verði hún grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.