Flugeldasala, skilti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 245
16. febrúar, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Emil Hreiðar Björnsson sótti f.h. Alvöru Gæða ehf um að setja upp auglýsingaskilti fyrir flugeldasölu. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 16.12.2009 að því tilskyldu að skiltin yrðu tekin niður eftir þrettándann, og að þau trufluðu ekki umferð. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefur skiltið við Reykjavíkurveg ekki verið fjarlægt. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um að skiltið verði fjarlægt á kostnað eigenda verði ekki brugðist við erindinu innan einnar viku.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að umrætt skilti verði fjarlægt á kostnað eigenda verði ekki brugðist við erindinu innan einnar viku.