Flugeldasala, skilti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 489
4. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Emil Hreiðar Björnsson sækir um þann 20. nóvember sl. f.h. Alvöru flugeldar að setja upp auglýsingaskilti fyrir flugeldasölu skv. meðfylgjandi gögnum.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið að því tilskyldu að skiltin verði tekin niður eftir þrettándann, og að þau trufli ekki umferð og að tryggilega verði gengið frá þeim gagnvart vindi og veðrum. Hafnarfjarðarbær ber enga ábyrð á skaða sem hljótast kann af þeim sökum. Eins skal leita eftir umsögn Vegagerðarinnar varðandi skilti á veghelgunarsvæðum við stofnbrautir.