Fyrirspurn
6.liðu Lagt fram bréf Jónasar Snæbjörnssonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 23.02.11 varðandi gatnamót við Straumsvík, undirgöng umdir Reykjanesbraut. Fulltrúi Vegagerðarinnar Magnús Einarsson kynnti málið á síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi tengingarinnar á eigin kostnað í samræmi við 2. mgr. 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar heimilar Vegagerðinni að vinna tillögu að deiliskipulagi tengingar Reykjanesbrautar við álverið í Straumsvík á eigin kostnað í samræmi við 2. mgr. 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
r úr fundargerð SBH frá 15.mars sl.