Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð SBH frá 20.sept. sl.
Tekin fyrir tillaga Arkis að deiliskipulagi gatnamótanna dags. 04.04.2011. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt aðalskipulagsbreytingu og umhverfisskýrslu dags. 30.06.2011 skv. 7. grein laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Athugasemdafresti er lokið, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málsmeðferð verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðar álversins í Straumsvík hvað varðar gatnamót Reykjanesbrautar við Víkurgötu dags. 04.04.2011 og að málsmeðferð verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010."