Miðhella 4, byggingarstig og notkun
Miðhella 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 497
12. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Miðhella 4, er nánast fullbyggt hús og búið að taka í notkun, en er á bst. 4, fokhelt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 20.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Byggingarstjóri Gunnar Rósinkranz mætti ekki á staðinn, en eigendur höfðu síðan samband og sögðu málið í vinnslu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eiganda/byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á hann dagsektir í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við 57. grein sömu laga. Frestur var veittur til 01.03.13, en ekki hefur enn verið brugðist við erindinu, en fulltrúi eigenda hafði samband með tölvupósti.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum tvær vikur til að sækja um lokaúttekt áður en dagsektir verða lagðar á. Jafnframt er bent á að gera þarf nýjum eigendum grein fyrir þeirri stöðu mála.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204713 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092687