Bæjarráð vísar álitinu til skoðunar hjá innkaupastjóra og lögmönnum bæjarins með tilliti til þeirrar endurskoðunar á innkaupareglum bæjarins sem er í gangi. Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska ennfremur eftir því að fá yfirlit yfir hvernig 4. kafli álits Samkeppnisstofnunar samræmist innkaupum Hafnarfjarðarbæjar árin 2007-2009.