Kaplakriki, framkvæmdir-skipulag-hagræðing
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1629
27. janúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargeð FRH frá 18.jan. sl. (hét þar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013 og málsn. 0909032) Lögð fram fundargerð bygginganefndar FH vegna Kaplakrika nr 63. Lögð fram beiðni bæjarstjórnar og umsagnir Fasteignafélags Hafnarfjarðar, Ris og Aðalstjórnar FH.
Sigurður Haraldsson víkur af fundi og Erlendur Árni Hjálmarsson mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu. Framkvæmdaráð óskar eftir uppfærðri stöðu framkvæmda í Kaplakrika sbr greinagerða frá í apríl 2009 frá byggingarnefnd Kaplakrika. Framkvæmdaráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
Svar

Gunnar Svavarsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Haraldur Þór Ólason kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Annar varaforseti, Almar Grímsson tók við fundarstjórn. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Fyrsti varaforseti, Guðmundur Rúnar Árnason tók við fundarstjórn að nýju. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði stuttri athugasemd. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Almar Grímsson tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Almar Grímsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Almar Grímsson svaraði andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls.   Almar Grímsson vék af fundi kl. 16:20. María Kristín Gylfadóttir mætti í hans stað.   Haraldur Þór Ólason kom að andsvari við ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason kom að stuttri athugasemd. Gunnar Svavarsson tók til máls öðru sinni. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason kom að stuttri athugasemd. Gunnar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Svavarssonar. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson tók til máls í þriðja sinn sem málshefjandi. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari.   Gert stutt fundarhlé.   Gunnar Svavarsson kom að svohljóðandi bókun f.h. Samfylkingar: "Í umsagnarferli sl. mánuð um framkvæmdir við Kaplakrika hefur komið í ljós að tillaga sú sem bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir flutti í desember sl. f.h. Sjálfstæðisflokksins var algjörlega ótímabær og byggði ekki á faglegum viðmiðunum í fjármálum, fjárfestingum og framkvæmdum á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Um var að ræða slagorðakenndar yfirlýsingar og rangfærslur um málið og ekki horft til framtíðar og leiðarloka með jafn umfangsmikið verkefni og framkvæmdir í Kaplakrika. Umsagnirnar þrjár tala sínu máli um það hvernig bæjarfélagið hefur haldið á verkinu í samstarfi við Fimleikafélag Hafnarfjarðar af mikilli festu og ábyrgð. Verkefnið í Kaplakrika og umgjörð þess þarfnast ekki óábyrgrar umræðu. Aðstæður í samfélaginu í kjölfar efnahags- og bankahruns eru með þeim hætti að samvinna og samstarf eru lykilatriði í áframhaldandi verkframkvæmd í Kaplakrika. Það er vonandi að allir stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði geti verið með í þeirri vegferð."   Gunnar Svavarsson (sign) Gísli Ó. Valdimarsson (sign) Guðfinna Guðmundsdóttir (sign) Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Lúðvík Geirsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign)   Haraldur Þór Ólason kom að svohljóðandi bókun f.h. Sjálfstæðisflokks: "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að tillagan um að hægja á framkvæmdum hafi verið lögð fram fyrst og fremst til að bæjarfulltrúar fengju ráðrúm til að skoða hvort hagkvæmt væri að draga úr framkvæmdahraða við þessa stórframkvæmd í ljósi mikils niðurskurðar sem framundan er í bæjarfélaginu og yfirlýstrar forgangsröðunar í þágu grunn- og velferðarþjónustu. Nú er það ljóst, samkvæmt þeim umsögnum sem liggja fyrir að slíkt sé ekki hagkvæmt en bæjarfulltrúum finnst enn vanta umsögn frá framkvæmdaráði sem fer með pólitíska og fjárhagslega ábyrgð á verkefninu." Haraldur Þór Ólason (sign) María Kristín Gylfadóttir (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign)   Rósa Guðbjartsdóttir vék af fundi kl. 17:53. Í hennar stað mætti Bergur Ólafsson.