Fundargerðir 2010, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1640
30. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.júní sl. Fundargerð bæjarráðs frá 24.júní sl. a.Fundargerð hafnarstjórnar frá 26.maí sl. b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.maí sl. c. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 14., 20., 28.maí og 3.júní sl. d. Fundargerð Stjórnar Sorpu bs. frá 31.maí sl. Fundargerðir fræðsluráðs frá 21. og 28.júní sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 23.júní sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.maí sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.júní sl. Fundargerð framkvæmdaráðs frá 23.júní sl.
Svar

Geir Jónsson kvaddi sér hljóðs undir 1. lið - Bæjarráð, kosning varaformanns - og 6. lið - Stjórnsýsla endurskoðun 2010, úttekt - fundargerðar bæjarráðs frá 24. júní sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir sömu liðum. Geir Jónsson tók til máls að nýju undir sömu bókun og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:   "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það að ekki skuli enn vera búið að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og ítreka jafnframt að skoða þurfi í því samhengi starfslokalið þess samkomulags með tilliti til þess að það auki ekki á kostnað bæjarins þar sem ljóst er að minnsta kosti tveir bæjarstjórar munu stýra bænum út þetta kjörtímabilið."   Valdimar Svavarsson (sign) Jón Ingi Tómasson (sign) Kristinn Andersen (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign)   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: "Bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar telja eðilegt að fyrir liggi samantekt á launakjörum sveitarstjóra í nærliggjandi sveitarfélögum eins og kynnt hefur verið, áður en gengið verið frá formlegri afgreiðslu á ráðningarsamningi." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign)