Fundargerðir 2010, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1639
14. júní, 2010
Annað
‹ 15
11
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 27.maí sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 12. maí sl. b. Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 26.apríl og 3.maí sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 26. maí sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.maí sl. a. Fundargerðir umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 18. og 21. maí sl.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 6. lið - Íbúaþing - í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 25. maí sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kvaddi sér hljóðs undir 3. lið - Stefnumótun Hafnarfjarðarhafnar - í fundargerð hafnarstjórnar frá 12. maí sl. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir sama lið í fundargerð hafnarstjórnar. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir undir sama lið.