Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1710
18. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð UMFRAM frá 11.sept.sl.og 12.liður úr fundargerð SBH frá 10.sept. sl. Aðgerðaráætlun um kortlagningu hávaða var í auglýsingu til 8. júlí s.l. Ein athugasemd barst. Jafnframt hefur borist umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Ein athugsemd bars. Lagt fram svar við innsendri athugasemd.
Umhverfis- og framkvæmdaráð og skipulags- og byggingaráð taka undir svar við athugasemd, samþykkja aðgerðaráætlunina og gera eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir aðgerðaráætlun skv. 11. gr. reglugerðar nr. 1000/2005."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari.

Gert stutt fundarhlé.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.